12.12.1983
Neðri deild: 24. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1648 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

59. mál, innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs

Frsm. meiri hl. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hl. fjh.- og viðskn. Nd. um frv. til l. um innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs. N. hefur fjallað um málið, en varð ekki sammála um afgreiðslu þess. Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykkt með breytingu sem flutt er á sérstöku þskj., en minni hl. skilar séráliti. — Brtt. þessi hljóðar svo:

„1. 1. gr. orðist svo:

Til þess að afla innlends lánfjár í samræmi við heimildir fjárlaga eða lánsfjárlaga hverju sinni er fjmrh. fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að gefa út til sölu skuldarviðurkenningar ríkissjóðs í formi ríkisskuldabréfa, spariskírteina og ríkisvíxla.

2. 3. mgr. 3. gr. frv. falla niður.“

nál. þessu og brtt. standa Páll Pétursson, Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson og Guðmundur H. Garðarsson.