12.12.1983
Neðri deild: 24. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1652 í B-deild Alþingistíðinda. (1435)

59. mál, innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs

Frsm. minni hl. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Hæstv. félmrh. lítur svo á að hann hafi 200 millj. í hendi sem framlag úr ríkissjóði í Byggingarsjóð ríkisins og það þurfi síðan að semja við fjmrh. um afganginn. Ég skil hann svo. Þá ber auðvitað að taka tillit til þess þegar á öðrum málum verður tekið í tengslum við málefni ríkissjóðs og Byggingarsjóð ríkisins fyrir árið 1984. En yfirlýsing ráðh. í seinni ræðunni var þannig séð alveg afdráttarlaus að hann hafi fengið þarna framlag úr ríkissjóði upp á 200 millj. kr.