15.12.1983
Sameinað þing: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (1569)

139. mál, frysting kjarnorkuvopna

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég vil ítreka það, sem ég sagði í upphafi umr., að málið var tekið á dagskrá í trausti þess að það mætti koma því til nefndar með því að það yrðu stuttar umr. Nú hefur það ekki orðið. Það eru tveir á mælendaskrá. Það fer eftir því hvað þeir mæla lengi hvort málið kemst til nefndar.

Ég vil láta þetta koma hér fram og tek fram, eins og ég tók fram í upphafi, að ekki er verið að takmarka umr. Það er í valdi þm. sjálfra hvað þeir tala lengi.