15.12.1983
Neðri deild: 26. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1879 í B-deild Alþingistíðinda. (1591)

128. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil að gefnu tilefni og einmitt í sambandi við sumt af því sem hv. 10. landsk. sagði hér áðan um þingsköp taka fram að það er vissulega mjög ámælisvert ef mikið er um það að þingnefndir séu að störfum í upphafi fundar og þegar vitað er að atkvgr. hljóta að fara fram. Ég vil hér úr forsetastóli mælast til þess við formenn þingnefnda að varast að haga þannig vinnubrögðum. Þetta truflar hin eiginlegu þingfundarstörf og hefur þegar gert það á þessum fundi og þykir mér það mjög miður.