27.10.1983
Sameinað þing: 9. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í B-deild Alþingistíðinda. (271)

Umræður utan dagskrár

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég get ekki orða bundist vegna tilrauna hv. alþm. til að skilgreina innanríkismál Grenada. Það, sem skiptir máli og það eina sem skiptir máli í þessari umr., er að það hefur ekkert ríki rétt til að setjast í dómarasæti, vega og meta kost og löst á innanlandsatburðum annars staðar og taka sér síðan lögregluvald til íhlutunar. Þetta er nú raunar mergurinn málsins. Við getum náttúrlega haft um það ákveðnar skoðanir hvert fyrir sig hversu þekkilegir atburðir eru á öðrum heimilum og menn geta verið ósammála um þá en það er langt í frá að andúð eða efasemdir um stjórnarfar geti nokkurn tíma réttlætt innrás í viðkomandi land.

Eins og kom fram hér áðan þá er þetta sú réttlæting sem ævinlega er höfð í frammi þegar stórveldi ráðast gegn smáþjóðum og það vill því miður oftast fara svo að þeim er einfalt að bjarga og það gerist raunar oftast að lækningin drepur sjúklinginn. Ég fagna því að ríkisstjórnin ætlar að kanna þetta mál vel og ég mun inna eftir gangi rannsóknarinnar eftir nokkrar vikur en þetta er því miður eitt tilfellið þegar þögn er sama og samþykki — [Fundarhlé.]