27.02.1984
Efri deild: 55. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3213 í B-deild Alþingistíðinda. (2765)

197. mál, virðisaukaskattur

Karl Steinar Guðnason:

Ég fagna þessu svari hæstv. fjmrh. og bendi jafnframt á, fyrst hann nefndi kosningaloforð, að Alþfl. hefur haft það á stefnuskrá sinni lengi að afnema tekjuskatt. Treysti ég því að við fáum atfylgi sjálfstæðismanna til þess að gera svo. Við erum reiðubúnir til þess og ég tel að það megi ekki bíða lengi að svo verði gert. Ég geri mér grein fyrir að það verður sjálfsagt að gerast í áföngum, en það er, mikils virði að stíga fyrstu skrefin og hverfa frá því ófremdarástandi sem er í þessum málum í dag.