12.03.1984
Efri deild: 59. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3636 í B-deild Alþingistíðinda. (3036)

134. mál, alþjóðasamningar um varnir gegn mengun frá skipum

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Mig langar til þess að spyrja fáeinna spurninga út af þessu frv. um nokkuð sem mér er ekki ljóst af lestri þskj. sem hér liggur. Nær þetta frv. eða sú heimild sem hér er um að ræða til allra skipa innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi, án tillits til þess hvort þau eru íslensk eða erlend, eða nær þetta til íslenskra skipa án tillits til þess hvort þau eru innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi eða ekki? Mér finnst mjög óljóst af þessu þskj. um hvort atriðið er að ræða eða hvort um bæði atriðin er að ræða.

Í öðru lagi er vísað í athugasemdunum til þess að lagaheimild skorti til að geta sett reglur um alla þá þætti sem samningurinn og bókunin fjallar um. Ég vildi gjarnan fá að spyrja ráðh. að því hverjir þessir þættir eru og hvort það lagafrv. sem hér er á ferðinni á að ná til þeirra allra. Í framhaldi af því langar mig til að spyrja hvort hér sé eingöngu verið að tala um mengun sjávar af völdum olíu eða hvort verið er að tala um aðra mengunarvald a og, ef svo er, hvort og hvernig þessi lagaheimild nær til losunar eiturefna og geislavirks úrgangs í íslenskri fiskveiðilandhelgi.