12.03.1984
Efri deild: 59. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3636 í B-deild Alþingistíðinda. (3037)

134. mál, alþjóðasamningar um varnir gegn mengun frá skipum

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Virðulegi forseti. Þetta frv. er eingöngu um það að staðfesta þann atþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum sem gerður var, eins og ég sagði hér í upphafi, 1973 í London og viðbótarbókun frá 1978. Þessi samningur er mjög langur og mikill og flókinn. Hann nær vitaskuld yfir mengun almennt en hins vegar eru ekki til alþjóðasamningar enn þá um losun eiturefna í hafið en að þeim er unnið og ég svaraði nýlega fsp. í Sþ. um þessi efni sem ég vísa til í því sambandi.

Hér er eingöngu um það að ræða að staðfesta þennan samning og hann nær einnig til minni skipa, sem atþjóðasamningur nær ekki til, þannig að um minni skip gildi nákvæmlega það sama og um þau stærri. Framkvæmd alþjóðasamnings nær eðlilega til lögsögu hverrar þjóðar fyrir sig. Skip erlendra þjóða innan íslenskrar lögsögu eru háð eftirliti af Íslands hendi. Alveg eins eru íslensk skip í lögsögu annarrar þjóðar háð eftirliti þeirrar þjóðar þannig að við höfum gerst aðilar að alþjóðlegu samstarfi. Ég tel að ég hafi þá svarað fsp. hv. þm.