27.03.1984
Sameinað þing: 70. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4192 í B-deild Alþingistíðinda. (3574)

247. mál, staða skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. hefur verið að gefa hér ýmsar skýringar á gerðum sínum að undanförnu í sambandi við skipulag menntmrn. En þrátt fyrir alllanga ræðu verð ég að segja fyrir mig að ég gat ekki sannfærst af því sem hæstv. ráðh. hafði. að segja um þetta mál, en eigi að síður sé ég ástæðu til að þakka ráðh. svörin út af fyrir sig. Ég hef leyft mér að standa að þessari fsp. til hæstv. menntmrh. vegna þess að sú breyting eða sú uppstokkun sem segja má að sé ákveðin í menntmrn. er byggð á mjög hæpnum lagagrundvelli. Einnig held ég að þessi nýskipun sé efnislega mjög illa undirbúin og fæ ekki séð að þetta bæti skipulag menntmrn. hið minnsta.

Ekkert hefur t. d. komið fram. núna, þrátt fyrir alllanga ræðu hæstv. menntmrh., sem bendir til þess að menntmrn. verði starfhæfara eftir þessa breytingu né heldur að kostnaðarminna verði að reka menntmrn. eftir að þessar breytingar hafa verið framkvæmdar. En ef eitthvert eðlilegt markmið er með skipulagsbreytingum af þessu tagi hlýtur það að vera að reyna að koma við virkilegri hagræðingu, sem er orð sem hæstv. ráðh. notaði, þ. e. að viðkomandi stofnun, í þessu tilfelli rn., verði starfhæfara og verði rekið með minni kostnaði en ella er. Ég fæ ekki séð að þessum skilyrðum sé fullnægt.

Hitt er svo annað mál að vel er hægt að hugsa sér skipulagsbreytingar í menntmrn., það er mér vel kunnugt um of fellst atveg heils hugar á það að full ástæða er til að athuga hvort slíkar skipulagsbreytingar mættu ekki fara fram. En ég held að skynsamleg skipulagsbreyting verði ekki gerð með því að rjúka til allt í einu og fara að ráðskast með þær svo undirbúningslítið eða jafnvel undirbúningslaust eins og hér hefur verið gert og auk þess í leiðinni að grípa til hæpinna aðgerða, reyndar að mínum dómi löglausra aðgerða, eins og hér hefur átt sér stað. Ég held að þetta sé alls ekki til fyrirmyndar og ákaflega hættulegt fordæmi sem mér finnst að hæstv. menntmrh. ætti að taka til alvarlegrar endurskoðunar.

Ég vil líka benda á það að heildarendurskoðun rn. hefur verið til ítarlegrar umfjöllunar og umr. á vegum núv. ríkisstj., þ. á m. í stjórnarflokkunum, og þeim málum er engan veginn lokið. Mér finnst eins og þarna sé um að ræða eins konar einieik af hálfu hæstv. menntmrh. sem kemur mörgum mjög á óvart. Þó að ég vilji ekki draga úr því að nauðsyn sé á að vinna að endurskipulagningu rn. almennt finnst mér að þetta framtak hæstv. menntmrh. minni meira á einleik og að ráðh. hefði vérið eðlilegra að reyna að fella þetta inn í umræður um víðtækari umbreytingar á rn. almennt.

Ég vil líka taka undir það, sem kom skýrt fram hjá fyrri fyrirspyrjanda, hv. 3. þm. Norðurl. v., að þetta fordæmi getur leitt það af sér að ráðh. í framtíðinni fari að ráðskast með skipulag rn. eftir duttlungum sínum en hirði lítið sem ekkert um lög sem þó ber að sjálfsögðu að gera í tilfellum af þessu tagi.