05.04.1984
Sameinað þing: 76. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4507 í B-deild Alþingistíðinda. (3833)

Umræður utan dagskrár

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég skal reyna að vera ekki langorður, en mig langar til að gera að umræðuefni örfá atriði af þeim sem hér hafa komið fram.

Það er fyrst út af því sem hæstv. sjútvrh. sagði. Mér finnst ástæðulaust hjá hæstv. ráðh. að tala hér með þjósti þó að þm. leyfi sér að bera fram fsp. til hæstv. ráðherra og ræða um atvinnumál í landinu. Það eina sem hæstv. sjútvrh. hafði um þetta að segja og það var sameiginlegt með honum og hv. þm. Garðari Sigurðssyni, var að ég talaði of hátt við þá. Mér sýnist stundum að ekki veiti af að tala nokkuð hátt við suma hv. þm. þannig að þeir séu þó vakandi í sætunum en ekki sofandi. Það ætti því ekki að vera neitt neikvætt. Til þess eru þeir hér að halda vöku sinni, en ekki sofa.

Ég held að ég hafi tekið það fram strax á þriðjudaginn að ég væri ekki fyrst og fremst að ræða um kvótakerfið. Það voru aðrir, þar á meðal hæstv. ráðherrar, sem hafa leitt umr. inn á það svið, en ekki ég. Ég hef miklu frekar áhyggjur af hvað verður gert í atvinnumálunum almennt ef kvótinn verður ekki aukinn. Það er spurningin. Ég hef því ekki leitt þessar umr. inn á kvótamálið fyrst og fremst. Ég hef mínar skoðanir á því og hef sett þær fram, en þetta var sú ákvörðun sem tekin var og við hana búum við enn.

Hæstv. sjútvrh. sagði líka að ég hefði, sem er rétt, sagt áðan að það væri umdeild ákvörðun um svo auknar rækjuveiðar. En ég sagði líka og bætti við, og er það kannske meginatriðið, að spurningin væri um fjárfestingarhlutann af því dæmi sem verið er að tala um. Eru menn ekki að fara út í fjárfestingu sem ekki kemur til með að skila sér með eðlilegum hætti? Menn hafa gagnrýnt mikið fjárfestingarpólitíkina í landinu á ýmsum sviðum. Spurningin er því sú, hvort hér er ekki verið að fara út í fjárfestingu á þessu sviði sem ekki kemur til með að skila sér. Um það vil ég ekkert fullyrða, en mér sýnist ýmis teikn geta verið um að svo gæti farið.

Hæstv. sjútvrh. var undrandi á að ég skyldi spyrja hvað ætti að gera. Og hann bætti við: Áður hefur nú verið aflaleysi. Það er einmitt málið og það er hæstv. ríkisstj. að segja til um hvað hún vill gera. (Forseti hringir.) Já, herra forseti, ég skal reyna að ljúka mér af innan örstutts tíma. Ég skal ekki lengja þetta um of. (Forseti: Það er ekki tilætlunin þegar veitt er leyfi til örstuttra athugasemda að halda áfram almennum efnisumr. Þetta er hugsað samkv. þingsköpum til þess menn beri af sér sakir, ef menn þyrftu á að halda.) Næg efni hefði ég til að bera af mér sakir í þessari umr. Það ætti þá að geta flokkast undir þetta. Ekki hefur svo lítið verið að mér veist. Ekki væri ástæðulaust fyrir mig að gera það. En ég skal, herra forseti, ekki þreyta þig um of og á engan hátt ætla ég að væna þig um óréttláta fundarstjórn. Það mun ég ekki gera.

En aðeins í lokin. Ég held, af því að mér gefst ekki tækifæri til þess að gera að umræðuefni ýmsar fullyrðingar og efnisatriði sem hér hafa komið fram, að það megi þó draga þá ályktun af þessari umr.þm., margir hverjir a. m. k. hafi af því áhyggjur hvernig þessi mál hafa þróast. Ég heyrði á hæstv. félmrh. að hann hefur af þessu áhyggjur. Hann afsannaði því þær fullyrðingar hæstv. forsrh. og hæstv. sjútvrh. að ástæðulaust væri að bera í brjósti ótta á þessu stigi máls. Það gera ég og fleiri. Ég óttast að séu þróun sem þegar er hafin að því er varðar atvinnumálin með atvinnuleysi fyrst og fremst, eins og er í einu kjördæmi, en fer vaxandi, fari mjög vaxandi verði ekki fljótlega gripið inn í það af hálfu stjórnvalda og reistar skorður við því að sú þróun fái að halda áfram.