10.05.1984
Sameinað þing: 89. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5611 í B-deild Alþingistíðinda. (4914)

Um þingsköp

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Virðulegi forseti. Menn kynnu kannske einhverjir að halda að ég hafi verið með eitthvað ósæmilegt framferði á fundi í landbn. í morgun. Ég veit að þeir sem þar voru staddir, t. d. hv. þm. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Davíð sessunautur hennar, mundu geta sagt frá því að það fór ekki eitt einasta hnjóðsyrði á milli okkar Egils, ekki nokkur skapaður hlutur.

Ég flutti ósk um það að mál hv. þm. Eiðs Guðnasonar yrði tekið til umr. Annað gerði ég ekki. Ég hafði lofað hv. þm. Eiði Guðnasyni að bera þessa ósk upp. Þetta er allt málið. En hitt er ekkert mál hvort við Egill skjótum svolítið hvor á annan, það gerum við oft, en við erum líka mjög góðir vinir.