19.05.1984
Sameinað þing: 92. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6364 í B-deild Alþingistíðinda. (5871)

217. mál, uppbygging Reykholtsstaðar

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um uppbyggingu Reykholtsstaðar í Borgarfirði. N. varð sammála um að mæla með samþykkt till. með breytingum sem hún flytur á sérstöku þskj.

Fjarverandi afgreiðslu málsins var Þorsteinn Pálsson. Ég vil leyfa mér, með leyfi hæstv. forseta, að lesa upp brtt. Hún er svohljóðandi:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að vinna að áframhaldandi uppbyggingu og skipulagningu Reykholtsstaðar í Borgarfirði.“

Segja má að með þessari brtt. sé það eitt gert að tilmælin sem framkvæmdavaldið fær eru rýmkuð á þann veg að það er ekki bundið við álit ákveðinnar nefndar hvað þarna sé gert, heldur lögð höfuðáhersla á að uppbygging og skipulag staðarins komi til framkvæmda.