21.05.1984
Efri deild: 110. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6411 í B-deild Alþingistíðinda. (5933)

298. mál, áfengislög

Frsm. (Stefán Benediktsson):

Virðulegi forseti. Mér hefur verið falið að kynna nál. allshn. Ed. um frv. til laga um breyt. á áfengislögum, nr. 82 frá 2. júlí 1969.

N. fjallaði um frv. og leggur til að það verði samþ. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið mál, heldur er hér aðeins um rýmkaða heimild til vínveitinga fyrir vínveitingastaði úti á landi að ræða, þannig að þeir geti sinnt þeirri þjónustu dálítið lengur af árinu en hingað til hefur verið mögulegt, og er þarna fyrst og fremst verið að mæta þeim þörfum sem upp koma í kringum þjónustu við ferðamenn.