22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (860)

80. mál, kostnaður af kynningu á efnahagsaðgerðum Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Hæstv. forsrh. svaraði því ekki hér, hvort flugvélar og skipakostur Landhelgisgæslunnar og flugmálastjórnar stæðu öðrum þm. opnar til fundalialda í áróðursskyni fyrir sína flokka. Það væri æskilegt að fá alveg skýr svör við því, hvort þessi flugvéla- og skipakostur þjóðarinnar er einhver einkafloti hjá ráðh. líkt og gjafa-Blazerinn er einkabifreið hjá ráðh. Er það kannske skilningur forsrh. að þjóðin hafi líka gefið honum afnotarétt af flugvélakosti landsmanna til þess að stunda áróðursfundi fyrir Framsfl.? Það er rangt hjá hæstv. ráðh. að hann hafi ekki minnst á Framsfl. á þeim fundum. Tíminn sá dyggilega um að koma því til skila að hann hefði minnst á Framsfl. Vegna fordæmisins væri óskandi að ráðh. kæmi hér upp og svaraði því skýrt og skorinort sem hann var spurður að hér áðan: Er það einhver einkaréttur forsrh., eins og allra alþm., að nota flugvélar Landhelgisgæslunnar og flugmálastjórnar og skipakost í þessu skyni og koma svo keikur hér í ræðustól og segja: Þetta kostaði ekki neitt, líkt og fjmrh. sagði hér í gær um framlagið til gjaldeyrissjóðsins. Það kostar heldur ekki neitt. Það er orðið ærið margt sem kostar ekki neitt hjá þessum hæstv. ráðh. Vill ekki hæstv. forsrh. hafa kjark til þess að koma hér upp og svara þessari spurningu?