10.12.1984
Neðri deild: 21. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1732 í B-deild Alþingistíðinda. (1226)

167. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Frsm. meiri hl. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég tala hér fyrir nál. meiri hl. sjútvn. þessarar deildar um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 81 23. júlí 1974, um Verðlagsráð sjávarútvegsins. Í nál. segir:

„Nefndin hefur athugað frv. og kvaddi til fundar Guðjón A. Kristjánsson formann Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Óskar Vigfússon formann Sjómannasambands Íslands. Meiri hl. n. er sammála um að leggja til að frv. verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

Á eftir 1. gr. komi ný grein er orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Þetta hafði láðst að taka inn í meðferð málsins í Ed. og þarf frv. því að fara þangað að nýju.

Margrét Frímannsdóttir og Guðmundur Einarsson skila sérstökum nál. Fjarverandi afgreiðslu málsins var Friðrik Sophusson.

Undir þetta meirihlutaálit skrifa Stefán Guðmundsson, Ingvar Gíslason, Halldór Blöndal og Gunnar G. Schram.