24.10.1984
Efri deild: 6. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (273)

85. mál, rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það verður að ætla að hæstv. ríkisstj. hafi gilda ástæðu til að boða ríkisstjórnarfund á þessum tíma. (Gripið fram í: Það á nú eftir að sjást.) Jafnframt hefur hæstv. menntmrh. óskað eftir að þessum umr. verði frestað og það verður orðið við þeirri ósk. Þar af leiðandi er málinu frestað og það tekið út af dagskrá.