30.04.1985
Neðri deild: 62. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4677 í B-deild Alþingistíðinda. (3959)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti vill leyfa sér að flytja hér örstutta yfirlýsingu ef hv. þdm. sem hér sitja enn hafa þolinmæði til þess að hlusta.

Að gefnu því tilefni að í blaðinu DV í dag er því dróttað að forseta þessarar hv. þd. að hann hafi með vilja og á óeðlilegan hátt tafið umr. um tiltekið þingmál, þ. e. frv. til l. um breyt. á áfengislögum, þá vill forseti taka það fram að slík aðdróttun á ekki við nein rök að styðjast. Tafir á afgreiðslu þingmála stafa reyndar sjaldnast af gerræði forseta, heldur af ýmsum öðrum ástæðum. Forseti þessarar hv. þd. mun nú sem áður sýna fullan vilja til þess að gera það sem í hans valdi stendur til þess að hraða meðferð þingmála og væntir góðrar samvinnu við hv. þdm. og hæstv. ríkisstj. um það efni.