08.05.1985
Efri deild: 66. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4965 í B-deild Alþingistíðinda. (4205)

146. mál, sjómannalög

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Aðeins örstutt athugasemd. Það þjónar litlum tilgangi að fara út í tveggja manna karp héðan úr ræðustól. En ég bið hv. þm. Kolbrúnu Jónsdóttur að lesa þessa brtt. Þar stendur: „Ef kona fær lausn úr skipsrúmi eftir ákvæðum 1. málsgr. skal útgerðarmaður, sé þess kostur“ o. s. frv. Með öðrum orðum, hafi útgerðarmaður önnur störf að bjóða konunni, þá er þetta stoð í lögum. Eins og ég greindi frá í upphafi máls míns, þegar ég flutti þessa brtt., getur hún ekki tryggt til fullnustu þau réttindi sem hún tekur til. Það er ekki hægt vegna þess að útgerðaraðilar eru misjafnlega í stakk búnir til að fara þannig að. En þessi brtt. veitir stoð í lögum til þess að réttindi séu virt.