13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5154 í B-deild Alþingistíðinda. (4444)

5. mál, útvarpslög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég held að þetta byggist nú á nokkrum misskilningi hjá mínum ágæta varaforseta. Þegar ég var beðinn um að fresta atkvgr. vegna eins tiltekins þm. taldi ég ekki ástæðu til þess vegna þess að hann væri kominn til borgarinnar og ætti ekki eftir nema svo sem tíu mínútna ferð á fundarstaðinn hér í þinghúsinu. Ég hvatti því til þess að ekki yrði hart eftir því gengið að frestað yrði atkvgr. hans vegna. Enda kom þetta ekki að sök því að hv. þm., sem í hlut átti, var kominn hingað á slaginu kl. tvö og engin vandræði sköpuðust af því.

En hér hefur verið borin fram beiðni sem ég get ekki gengið gegn. Verður nú gert stundarfjórðungs hlé.