13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5156 í B-deild Alþingistíðinda. (4448)

5. mál, útvarpslög

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Auglýsingatekjur eru meginundirstaða ríkisfjölmiðlanna í dag. Með því að veita öðrum heimildir til að nota þá tekjumöguleika munu tekjumöguleikar ríkisfjölmiðlanna minnka verulega. Ég sé ekki að neitt annað muni koma í staðinn og þar með sé allt útlit fyrir það að staða þessara fjölmiðla muni mjög veikjast. Ég get ekki staðið að því. Með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á þessu frv. frá því að það var fyrst lagt fram tel ég að mjög hafi verið gengið í þessa átt og þar með minnkaðir möguleikar ríkisfjölmiðlanna. Ég segi því nei.