13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5157 í B-deild Alþingistíðinda. (4449)

5. mál, útvarpslög

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Samkvæmt því frv. sem hér liggur fyrir er forskot ríkisfjölmiðla mjög mikið fram yfir önnur útvörp, hljóðvörp og sjónvörp. Ég get ekki tekið undir það, sem hæstv. sjútvrh. sagði, að starfsfólk Ríkisútvarpsins geti ekki nýtt sér miklu betri aðstöðu og gamlan góðvilja til sinnar stofnunar svo að Ríkisútvarpið verði ekki rekið með sómasamlegum hætti. Þvert á móti tel ég engan vafa á því að svo muni vera. Á hinn bóginn tel ég nauðsynlegt að sem flestar hömlur séu af því teknar að orð manna séu bundin. Ég skírskota til stjórnarskrárinnar í því efni og segi já.