28.05.1985
Neðri deild: 76. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5722 í B-deild Alþingistíðinda. (5006)

478. mál, tónlistarskólar

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs aðallega til að afla upplýsinga. Ef ég man rétt var lagt fram á hv. Alþingi annað frv. um tónlistarskóla. Það var lagt fram af hv. 5. þm. Vestf. Magnúsi Reyni Guðmundssyni sem sat hér sem varamaður hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar. Nú hygg ég að hv. 5. þm. Vestf. sé í menntmn. Þess vegna spyr ég: Liggur það frv. þar enn? Á að salta það þar eða var tekið tillit til innihalds þess frv. þegar það mál var afgreitt sem nú er til umræðu? Ég tel fyrir mitt leyti nauðsynlegt að fá um það upplýsingar hvort hér hefur verið um að ræða algjöran forgang þessa máls sem hér er nú til umr. og hvað hefur þá orðið um hitt.