05.11.1984
Efri deild: 9. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

85. mál, rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Þar sem mér leiðist svona tal, þegar menn geta einfaldlega ekki talað hreint út og kallað svart svart og hvítt hvítt, vildi ég leyfa mér að spyrja hv. 3. þm. Suðurl. tveggja spurninga.

Fyrri spurningin er með smáaðdraganda. Það er minn skilningur að þegar menn starfa í flokki, gegna embættum fyrir hann, séu þeir það mikill hluti af honum að sú umsýsla sem þeir takast á hendur tengist þessu hlutverki fyrir flokkinn meira og minna. Þess vegna langar mig til að spyrja hann hvort hann gangi þeirrar trúar að Sjálfstfl. hafi alls enga aðild átt að útvarpi sem kennt var við Valhöll.

Önnur spurningin væri þá, og ég bið hann að hugsa sig vel um áður en hann svarar, hvort hann kannist ekki við að undirbúningur útvarps af hálfu aðila sem a.m.k. tengjast mjög náið Sjálfstfl. hafi þegar átt sér stað fyrir 1. okt.