13.06.1985
Efri deild: 98. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6462 í B-deild Alþingistíðinda. (5857)

5. mál, útvarpslög

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Alþb. er því hlynnt að útvarpslöggjöf sé breytt og að aukið sé frelsi aðila til að koma upp sjálfstæðum útvarpsrekstri. En saga þessa máls er aldeilis makalaus og þá sérstaklega sá þáttur hennar hvernig Sjálfstfl. hefur tekist að skáskjóta stórgölluðu frv. í gegnum þingið, ýmist með stuðningi Alþfl., Framsfl. og BJ. Ég tel að það sé hið mesta óbermi, sem út úr þessu öllu hefur komið, og segi hiklaust nei.