20.06.1985
Efri deild: 107. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7047 í B-deild Alþingistíðinda. (6459)

423. mál, viðskiptabankar

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi hér fram að að því leyti er ég öðruvísi en hv. 5. landsk. þm. að ég hef ekki smekk fyrir þess háttar fyndni sem hann viðhafði hér úr ræðustól áðan. Það er ályktað að um 10% af mannfólkinu séu hinsegin eins og kallað er. Samt eru þeir menn. (EG: Hvernig skildi ræðumaðurinn þetta?) Það er ályktað að 10% af mannkyninu séu alkóhólistar, samt eru þeir menn. Það er ályktað um 10% af því fólki, sem hefur venjulega ævilengd, séu þroskaheft, en samt er það menn.

Ég tel ekki að minnihlutahópar sem þessir gefi tilefni til hótfyndni úr ræðustólum á virðulegu Alþingi. Í tilefni af breytingarhugmynd hv. 2. þm. Austurl. gæti maður í fljótu bragði tekið undir jafnsnjalla hugsun en tilfellið er að það þýddi það sama og að banna mönnum að hafa skoðanir. Það kann að vera að slíkar hugmyndir eigi fylgi í sumum flokkum en allavega njóta þær ekki fylgis míns.