24.10.1985
Neðri deild: 9. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (142)

70. mál, kjaradómur í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf.

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Mun það ekki rétt vera að þetta sé í þriðja sinn sem við greiðum atkvæði hér um afbrigði til að koma þessu máli áfram, að vísu ekki á einum og sama deginum því að nú er hafinn nýr sólarhringur, en sama er?

Það hefur komið fram í umræðunni að endurtekið hefur beiðnum verið hafnað um upplýsingar, um svör og um eðlilega málsmeðferð að ýmsu öðru leyti. Ég sé því enn síður nú en ég sá fyrr í dag ástæðu til að greiða atkvæði með afbrigðum eftir þessa málsmeðferð og segi því nei.