10.04.1986
Efri deild: 73. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3648 í B-deild Alþingistíðinda. (3319)

415. mál, skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins

Björn Dagbjartsson:

Virðulegi forseti. Ég spurði hæstv. ráðh. að því hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því á einhvern hátt að starfsemi Fiskimálasjóðs yrði haldið áfram og hann svaraði því ekki. Svo sé ég í öðru lagi ekki neitt því til fyrirstöðu að stjórnir þeirra sjóða, sem hafa enn þá ráð yfir rekstri þeirra og eignum, geti a.m.k. gert tillögur um hvernig eigi að ráðstafa þeim eignum.