18.04.1986
Efri deild: 79. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4076 í B-deild Alþingistíðinda. (3739)

232. mál, talnagetraunir

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég hafði áður látið koma fram viðhorf mín til þessa máls. Það var beint til mín spurningu um hvort ég vildi draga þetta frv. til baka á þessu þingi. Slíkt mun ég ekki fara fram á. Ég hef hlýtt á málflutning þessara ræðumanna og ýmislegt í honum tengist framkvæmd þessa máls sem m.a. kemur fram í þeirri reglugerð sem sett verður um lögin eins og gert er ráð fyrir samkvæmt þeim. Vissulega mun ég hafa þeirra ábendingar í huga í sambandi við hana.

En mér skildist að meginspurning þeirra væri hvort ég vildi draga þetta frv. til baka. Það mun ég ekki gera.