11.12.1986
Sameinað þing: 29. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (1339)

170. mál, fjármögnunarfyrirtæki

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil skýra frá því að ég er að reyna að breyta þeirri fyrirætlan sem verið hafði um morgundaginn, en sannleikurinn er sá að það hefur verið mjög rækilega undirbúin athöfn austur á Seyðisfirði vegna opnunar heilbrigðisstofnunar þar og ætlunin var að þar yrðu meira að segja fleiri ráðherrar viðstaddir vegna stofnana á þeirra vegum. En ég sé ekki betur en það sé óhjákvæmilegt að endurskoða þá ákvörðun þegar 2. umr. fjárlaga fer fram og þessi ráðuneyti fara með jafnstóran hlut af ríkisfjárlögunum sem raun ber vitni og það er stefnt að því.