29.01.1987
Sameinað þing: 42. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2617 í B-deild Alþingistíðinda. (2439)

218. mál, efling atvinnu og byggðar í sveitum

Forseti (Kristín Halldórsdóttir):

Já, forseti finnur til mikillar ábyrgðar og ég fellst á þau rök að það sé ekki hundrað í hættunni þó að þetta mál fari ekki til nefndar í dag enda ólíklegt að það tækist vegna fámennis. Það munar sjálfsagt ekki um einn fundinn í viðbót. Ef ég man rétt var þetta fyrst á dagskrá á deildarfundi fyrir jól. A.m.k. er þetta fjórði fundurinn sem það er á dagskrá og er nú ljóst að það verður á dagskrá í fimmta sinn. Ég mun því verða við réttmætum tilmælum um frestun þessarar umræðu.

Umræðu frestað.