05.03.1987
Efri deild: 49. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3758 í B-deild Alþingistíðinda. (3371)

392. mál, almannatryggingar

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég kemst ekki hjá því að benda þingheimi á að hér er boðaður fundur korter fyrir tvö, aðeins fyrr en á venjulegum fundartíma, vegna þess að nú liggur mikið við að afgreiða mál út úr deildinni og til nefnda. Ég vildi spyrja hæstv. forseta: Hvað eru margir stjórnarþingmenn hér inni? Er það hlutverk okkar stjórnarandstöðumanna að sjá um að þinghald fari hér eðlilega fram eða hafa stjórnarþingmenn þar einhverja skyldu, herra forseti?