09.03.1987
Efri deild: 52. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3837 í B-deild Alþingistíðinda. (3471)

388. mál, lögreglumenn

Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til l. um breytingu á lögum um lögreglumenn nr. 56/1972, með síðari breytingum. Nefndin hefur rætt frv. og kallaði til viðræðu William Möller, fulltrúa lögreglustjórans í Reykjavík, og Einar Bjarnason og Þorgrím Guðmundsson frá Lögreglumannafélaginu.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Stefán Benediktsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.