11.03.1987
Efri deild: 57. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3975 í B-deild Alþingistíðinda. (3622)

19. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Það var haft það vinnulag eins og áður við þetta frv. að undirnefnd beggja þingnefnda, allshn. Nd. og allshn. Ed., fór yfir þær umsóknir sem fyrir lágu. Ólafur Ólafsson fulltrúi skrifstofustjóra Alþingis vann með nefndinni eins og fyrr.

Á þskj. 815 er flutt brtt. við frv. frá allshn. og er þar listi yfir 59 einstaklinga sem uppfylla að mati nefndarinnar þau skilyrði sem sett eru fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ég sé ekki ástæðu til að lesa þennan lista, hann liggur hér fyrir á þingskjalinu.

Hins vegar vil ég geta þess að sumir þessara aðila öðlast réttinn síðar á þessu ári vegna þess að þeir hafa þá náð að uppfylla skilyrðin. Þessar dagsetningar koma fram á þingskjalinu.

Með þessari brtt. leggur nefndin til að frv. verði samþykkt.