13.03.1987
Efri deild: 61. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4120 í B-deild Alþingistíðinda. (3726)

79. mál, almannatryggingar

Frsm. félmn. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstv. forseti. Félmn. hefur haft þetta mál til meðferðar, um skamman tíma reyndar. Nefndin er einhuga í afstöðu sinni til málsins og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Fyrir þessu frv. var mælt fyrir skömmu og í sjálfu sér ekki ástæða til að fara um það mörgum orðum, en hér er um að ræða heimildir til stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga að víkja frá töku dráttarvaxta vegna vangoldinna meðlaga, sérstaklega ef um félagslega erfiðleika er að ræða hjá skuldara.

Ég vil leggja áherslu á það fyrir hönd nefndarinnar að það er skilningur hennar að þeir dráttarvextir, sein nú þegar kunna að vera áfallnir í þessu sambandi, verði eftirgefanlegir samkvæmt þessu frv. allt eins og þeir vextir sem síðar kunna að falla á.