13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4181 í B-deild Alþingistíðinda. (3810)

388. mál, lögreglumenn

Frsm. allshn. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 845 um frv. til laga um breytingu á lögum um Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 16 frá 13. apríl 1973.

Hér er um það að ræða að ákveða að ágóði happdrættisins skuli renna til bygginga fyrir aldraða á vegum Sjómannadagssamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Heimilt verði stjórn samtakanna, sem sér um stjórn og daglegan rekstur happdrættisins, að veita styrk eða lán til annarra bygginga um land allt í þágu aldraðra, svo sem verndaðra þjónustuíbúða, umönnunar- og hjúkrunarheimila og þjónustumiðstöðva fyrir aldraða.

Nefndin hefur kynnt sér ítarlega efni þessa frv., átt viðræður við ýmsa aðila sem því tengjast og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Undir þetta nál. rita auk mín Guðrún Helgadóttir, fundaskrifari, Friðjón Þórðarson, Pálmi Jónsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Guðmundsson.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.