16.03.1987
Neðri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4240 í B-deild Alþingistíðinda. (3895)

119. mál, umferðarlög

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Þessi umdeildi málsl. 2. mgr. stendur í frv. þannig að það þarf ekki að gera breytingu á frv. til að koma þessum málsl. að. Það var 1. mgr. 32. gr. sem við vorum að greiða atkvæði um og við breyttum orðalagi hans. Næst kemur 2. mgr. eins og hún er í frv. og hún endar á þessu umrædda og títt tilvitnaða orðalagi: „Ökutæki sem eigi skal búið ljósum skal þá merkt samkvæmt reglum sem dómsmrh. setur.“