16.03.1987
Efri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4354 í B-deild Alþingistíðinda. (4117)

209. mál, sjómannadagur

Jón Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég kem aðeins í ræðustól til að undirstrika samstöðu sjútvn. varðandi þetta mál. Okkur finnst það að vísu ekki ljúft að þurfa að beygja okkur fyrir Nd. í þessum efnum. En það er í þessu máli eins og fleirum að tíminn er orðinn naumur og ég vildi nú segja að sá vægir sem vitið hefur meira.