17.03.1987
Sameinað þing: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4355 í B-deild Alþingistíðinda. (4124)

244. mál, mannréttindamál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er venja hjá forseta að athuga vikulega hvernig staða er varðandi fyrirspurnir sem ósvarað er þegar óskað er skriflegs svars.

Hv. 5. þm. Austurl. nefndi fsp. til menntmrh. um fjölda réttindalausra við kennslustörf. Um þetta segir á blaði þar sem nýjustu upplýsingar eru um þetta mál, þ.e. frá því nú fyrir hádegi. Þar stendur: „Svarið við fsp. er að mestu leyti tilbúið.“

Hin fsp. sem hv. 5. þm. Austurl. vék að er fsp. til menntmrh. og fjmrh. um húsnæðismál Þjóðskjalasafnsins. Þar stendur: „Svarið við fsp. næstum tilbúið.“ Frekari skýring er: „Svar hefur borist frá menntmrh., en beðið er eftir svari frá fjmrh.“ Það er óskað svars frá tveim ráðherrum.

Ég vona að þetta séu nægilegar upplýsingar um stöðu þessara fsp. og forseti mun leitast við eins og venjulega að ýta eftir svörum við fsp. sem ekki hafa borist.