17.03.1987
Neðri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4459 í B-deild Alþingistíðinda. (4238)

19. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. fjh.- og viðskn. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 120 frá 31. des. 1976, um tollskrá o.fl. Nál. er á þskj. 1002. Nefndin hefur rætt þetta frv. sem komið er frá hv. Ed. Hún leggur til að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem getur á þessu sama þskj. Þar gerir hún að sinni tillögu tillögu sem flutt var á þskj. 987. Þar er um að ræða að tollur falli niður á tollskrárnúmeri 37.03.09 og þetta bætist við a-lið 1. gr. frv. Hérna er um að ræða ljósmyndapappír en á honum er nú 35% tollur og 30% vörugjald auk söluskatts. Atvinnumenn í þessari grein, ljósmyndun, þurfa hvorki að greiða toll né vörugjald og afleiðingin er sú að lítið selst af þessari vöru til annarra en atvinnumanna. Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frv. með þessari breytingu.