18.03.1987
Sameinað þing: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4471 í B-deild Alþingistíðinda. (4294)

425. mál, viðbótarsamningar við Mannréttindasáttmála Evrópu

Frsm. utanrmn. (Haraldur Ólafsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða fullgildingu eftirtalinna viðbótarsamninga við sáttmálann frá 4. nóv. 1950, um verndun mannréttinda og mannfrelsis, öðru nafni Mannréttindasáttmála Evrópu:

1. Viðbótarsamning nr. 6 varðandi afnám dauðarefsingar sem gerður var í Strasbourg 28. apríl 1983.

2. Viðbótarsamning nr. 7 sem gerður var í Strasbourg 22. nóv. 1984 og

3. Viðbótarsamning nr. 8 sem gerður var í Vínarborg 19. mars 1985.

Utanrmn. leggur einróma til að þessi þáltill. verði samþykkt.