18.03.1987
Sameinað þing: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4478 í B-deild Alþingistíðinda. (4312)

235. mál, menntastofnun á sviði matvælaiðnaðar

Frsm. atvmn. (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Herra forseti. Atvmn. hefur fjallað um till. til þál. um eflingu fiskeldis sem búgreinar á bújörðum, en 1. flm. þeirrar till. var hv. 5. þm. Vesturl.

Till. þessi er nokkuð ítarleg og í fjórum töluliðum. Nefndin fékk umsagnir frá Orkustofnun, Veiðimálastofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Búnaðarfélagi Íslands og landbrn. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélag Íslands mæla með samþykkt till. Veiðimálastofnun gerir nokkrar athugasemdir, sérstaklega við 4. tölul. till., þar sem talið er óheppilegt að slíta í sundur rannsóknir og ráðgjöf í fiskeldi og talið eðlilegt að Veiðimálastofnun sinni þessum málum m.a. í deildum hennar á landsbyggðinni. Bent er á að stofnunin hafi þegar ráðið mann í hálft starf á móti Hólaskóla til að sinna slíkri ráðgjöf og hefur gefið vilyrði fyrir sambærilegri samvinnu við bændaskólann á Hvanneyri.

Landbrn. rekur í allítarlegu máli ýmis þau atriði sem eru í vinnslu á vegum ráðuneytisins til framkvæmda í þessum mikilvæga málaflokki og með tilvísun til þeirra umsagna sem nefndinni bárust er lagt til að till. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.