18.03.1987
Efri deild: 71. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4505 í B-deild Alþingistíðinda. (4361)

392. mál, almannatryggingar

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Sú breyting sem var gerð á frv. í Nd. felur í sér að fæðingarorlofsgreiðslur til kvenna sem fæða andvana börn lengjast um einn mánuð og verða þrír mánuðir, ekki aðeins hvað varðar útivinnandi konur heldur einnig hvað varðar heimavinnandi konur. Þessi breyting er til mikilla bóta og ég vildi láta það koma hér fram.