26.11.1986
Efri deild: 15. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í B-deild Alþingistíðinda. (995)

181. mál, Kennaraháskóli Íslands

Haraldur Ólafsson:

Hæstv. forseti. Það væri að sjálfsögðu nauðsynlegt að ræða málefni Kennaraháskólans út frá ýmsum sjónarmiðum, en ég er ekki hingað kominn til þess heldur einungis til að lýsa yfir stuðningi mínum við það frv. sem hér er lagt fram. Það er einróma álit allra þeirra sem um það hafa fjallað að sú skipan sem hér er lagt til að verði höfð á sé hin heppilegasta fyrir Rannsóknarstofnun uppeldismála. Ég lýsi því yfir að það verður reynt að hraða meðferð þessa máls hér í þinginu og vona ég að það fái skjóta afgreiðslu.