09.12.1987
Efri deild: 18. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1658 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

40. mál, Útflutningsráð Íslands

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ef einhverjum dettur í hug að ég sé hingað kominn til að útbýta fyrirgefningum af minni hálfu gagnvart þeim iðrandi syndurum sem hér hafa síðast talað á undan mér er það misskilningur. Það er hins vegar athyglisvert að ráðherrarnir skuli kjósa að ganga svipugöngin hvor fyrir annan með þeim hætti sem þeir hafa gert. Það er nýlunda í þessu stjórnarsamstarfi.