09.12.1987
Neðri deild: 20. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1691 í B-deild Alþingistíðinda. (1214)

180. mál, gildistaka staðgreiðslu opinberra gjalda

Forseti (Jón Kristjánsson):

Áður en gengið er til dagskrár skal þess getið varðandi þingstörfin fram undan að það hefur orðið samkomulag um að það verði ekki kvöldfundur í kvöld vegna þess að dagskráin er ekki það viðamikil í dag, en útlit er fyrir að hér verði dreift frumvörpum í dag sem verða væntanlega tekin fyrir á morgun og þá má búast við löngum fundum í deildum á eftir fundum í sameinuðu þingi og þá væntanlega kvöldfundi annað kvöld. Ég vildi aðeins geta um þetta í upphafi fundar til þess að menn hefðu hugmynd um hver áform eru um þingstörf í dag og á morgun.