30.12.1987
Neðri deild: 40. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3422 í B-deild Alþingistíðinda. (2408)

197. mál, vörugjald

Forseti (Jón Kristjánsson):

Það kom fram í orðum mínum áðan að það er ætlunin að ræða við formenn þingflokka klukkan fjögur um með hverjum hætti þingstörfum má ljúka hér í dag, en því má ekki treysta að það verði lokið þingstörfum um kvöldmatarleytið. Það er ætlun þingforseta að reyna að fá um það samkomulag að ljúka þingstörfum á þessum degi. Það hefur verið ætlunin að ljúka þingstörfum í dag. Það er ætlunin að ræða hvernig það megi takast. Þetta vil ég upplýsa, en tímasetningu get ég ekki gefið eins og stendur. Þetta kom reyndar fram áður í mínu máli.