17.03.1988
Sameinað þing: 61. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5848 í B-deild Alþingistíðinda. (3951)

309. mál, sjávarútvegsskóli

Margrét Frímannsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svör hans. Það að menntunarmál innan sjávarútvegsins séu í sem bestu lagi er þjóðinni allri mikilvægt og það er þess vegna ánægjulegt að þau mál skuli nú vera í skoðun, en það þyrfti að flýta ákvarðanatöku þar um. Staðsetning sjávarútvegsskóla í Vestmannaeyjum er ekki eingöngu mikið hagsmunamál fyrir Vestmanneyinga sjálfa, heldur mikilvægur þáttur í byggðastefnu.