29.04.1988
Neðri deild: 85. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7086 í B-deild Alþingistíðinda. (5085)

390. mál, Kennaraháskóli Íslands

Menntamálaráðherra (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála á þskj. 959. Mál þetta kemur úr Ed. og þar tók það breytingum sem er að finna á þskj. 915.

Mál þetta er raunar fylgifrv. við frv. til l. um Kennaraháskóla Íslands sem hér kemur til umræðu á eftir, en meginefni þessa frv. er að sett verði sérstök lög um Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, sem verið hefur starfandi, en lagaheimild til slíkrar stofnunar hefur verið í þeim lögum sem hingað til hafa gilt um Kennaraháskóla Íslands.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frv. frekar nú, en mun gera það örlítið nánar að umtalsefni þegar ég mæli fyrir frv. til l. um Kennaraháskóla Íslands, en ég legg til að þessu máli verði vísað til 2. umr. og hv. menntmn. þessarar deildar.