10.05.1988
Efri deild: 99. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7955 í B-deild Alþingistíðinda. (6129)

455. mál, sparisjóðir

Samgönguráðherra (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Þetta frv., sem hafði verið afgreitt frá hv. þingdeild, hefur nú verið afgreitt frá hv. Nd. Gerð var breyting á 2. gr. frv., þar sem var skýrar tekið fram hver væru réttindi þeirra starfsmanna Ferðaskrifstofu ríkisins sem ekki óskuðu eftir að gerast aðilar að því fyrirtæki sem myndað yrði um félagið og viðkomandi aðilum gefið tækifæri að gerast kaupendur en þeir óskuðu ekki eftir því. Tillagan var samhljóða afgreidd í hv. Nd. Ég fyrir mitt leyti var sammála og leyfði mér að óska eftir því að hv. Ed. afgreiði frv. svo breytt.