11.05.1988
Sameinað þing: 83. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7957 í B-deild Alþingistíðinda. (6136)

199. mál, framtíðarhlutverk héraðsskólanna

Frsm. félmn. (Salome Þorkelsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. sem er á þskj. 1089 um till. til þál. um framtíðarhlutverk héraðsskólanna. Nefndin hefur fjallað um tillöguna og sent hana til umsagnar. Umsagnir bárust frá fræðslustjórum Suðurlands, Austurlands, Norðurlandsumdæmis eystra og vestra, Vestfjarðaumdæmis og Vesturlands og frá Héraðsskólanum í Reykholti.

Nefndin telur mikilvægt að ákveða framtíðarhlutverk héraðsskólanna, en vitað er að unnið er að athugunum á þessum málum á vegum menntmrn. og viðkomandi héraða. Nefndin leggur áherslu á að sem allra fyrst komi fram tillögur um framtíðarstefnu í þessum málum og í trausti þess að svo verði leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Hjörleifur Guttormsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu. Undir nál. rita Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Guðni Ágústsson, Eiður Guðnason, Ólafur G. Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Alexander Stefánsson.